FIO

fridrik_mynd_60

Ársreikningar, bókhald og uppgjör fyrirtækja.

Mikil reynsla í launavinnslu, launaútreikningi, frágangi launatengdra gjalda og uppgjöri launa, fyrir stór sem lítil fyrirtæki og einyrkja.

Í FIO er yfirgripsmikil þekking og reynsla á bókhaldi og uppgjöri fyrirtækja. Það nýtist viðskiptavinum okkar til þess að ná lengra í sínum rekstri, þar sem áhyggjur af utanumhaldi reikninga og bókhaldslegra gagna eru engar.pappirs_kallinn_200

Viðskiptavinir okkar geta einbeitt sér að rekstri fyrirtækisins og haft rekstrartölur og bókhaldsleg gögn örugg og aðgengileg.

Með reglulegu bókhaldi og uppgjöri virðisaukaskatts, er reksturinn gegnsær og aðgengi lykiltalna auðveldur. Með góða yfirsýn yfir bókhaldið er reksturinn auðveldari og hjálpar við að ná markmiðum stjórnenda fyrirtækja.

Örugg skil á ársreikningum með nýjustu tækni í bókhaldi, uppgjöri og skattaskilum, gerir stjórnendum lífið sem dans á rósum. Ekkert er stjórnendum ljúfara en geta áhyggjulaust einbeitt sér að rekstri fyrirtækisins og látið örugga aðila um pappírana.